⛺️ Annar í hvítasunnu
Mánudagurinn eftir Hvítasunnu Annar í hvítasunnu er Almennur frídagur á Íslandi.
Fram til ársins 1770 var Þriðji í Hvítasunnu einnig almennur frídagur en það ár var hann afhelgaður og aflagður sem almennur frídagur.
Eins var um Þriðja í Jólum og Þriðja í Páskum sem einnig höfðu verið helgi- og frídagur, þar sem Danakonungi fannst Íslensk alþýða hafa allt of mikið af frídögum auk þess sem margir þeirra voru úr Kaþólskum sið sem aflagður var í Danaveldi með Siðaskiptunum.
Á Þjóðveldisöld voru þessar þrjár megin hátíðir kirkjunnar Jól Páskar og Hvítasunnan fjórheilagar, það er að segja fjórir frídagar. Seinna fækkaði þó Kaþólska kirkja þeim í þríheilagar og nokkru eftir Siðaskiptin eða árið 1770 voru þær gerðar tvíheilagar, það er tveir frídagar og er það þannig enn.
Það eru dagarnir Annar í Jólum sem þó getur lent á laugar- eða sunnudegi og þar með verið frídagur hvort eð er og Annar í Páskum og Annar í Hvítasunnu sem eru ævinlega almennir frídagar þar sem þeir eru alltaf á mánudegi.
▶︎ Nánar um Annan í hvítasunnu á Íslenska Almanaksvefnum
▶︎ Nánar um Frídagar á Íslandi á Íslenska Almanaksvefnum