⚓️ Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn er hátíðisdagur allra sjómanna og haldinn fyrsta sunnudag í júní ár hvert nema ef Hvítasunnu ber upp á þann dag þá færist hann yfir á næsta sunnudag þar á eftir.

Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði en frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða eftir vetrarlægi sem var yfirleitt 3. eða 4. sunnudag eftir Þrettándann.

▶︎ Nánar um Sjómannadaginn á Íslenska Almanaksvefnum

Date

jún 06 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55