☀️ Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti einnig kallaður Yngismeyjardagur er fyrsti dagur Hörpu sem er fyrstur af sex sumarmánuðum Íslenska misseristalsins.

Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (það er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Hann var lengi messudagur eða til 1744 og gerður að Opinberum frídegi með lögum 1971.

Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt Sumardagsins fyrsta.

▶︎ Nánar um Sumardaginn fyrsta á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Frídaga á Íslandi á Íslenska Almanaksvefnum

Date

apr 22 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55