ᛉ Ýlir byrjar

Ýlir er annar mánuður vetrarmisseris Íslenska misseristalsins. Hann hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. til 27. nóvember.

Eina heimildin um nafnið Ýlir til forna er í Bókarbót frá 12. öld sem varðveitt er í handriti frá um 1220 en í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er hann kallaður Frermánuður. Þar stendur:

„Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuður heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstur í vetri heitir gormánuður, þá er frermánuður, …“.

Einnig kallaði Séra Oddur hann Skammdegismánuð en bæði þessi nöfn vísa til árstíðarinnar en að vera eiginleg mánaðarnöfn og ósennilegt að þau hafi verið notuð á annann hátt en þann, hafi þau almennt verið mikið notuð.

Mikið líklegra er að Ýlir sé hanns upprunalegt nafn og hafi komið með hinu forna Norræna misseristali sem Íslenska misseristalið byggir á, því engin bein líkindi eru með nafninu í Íslensku og einu líkindin sem hægt er að finna þarf að rekja mjög langt aftur í aldir og út fyrir Norrænu.

▶︎ Nánar um Ýli á Íslenska Almanaksvefnum

Date

nóv 22 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55