ᛉ Tvímánuður byrjar

Tvímánuður er fimmti og næstsíðast mánuður sumarmisseris Íslenska misseristalsins. Hann hefst ætíð á þriðjudegi milli 22. og 28. ágúst í 18. viku sumars eða þeirri 19. ef Sumarauki er.

Um uppruna og merkingu nafnsins er ekki vitað en helst hallast að því að hann dragi nafn sitt af því að þá séu bara eftir tveir mánuðir af sumri. Væri það þá í líkingu við síðasta mánuð vetrarmisseris sem nefnist Einmánuður enda þá bara einn mánuður eftir af vetri.

Tvímánuður er víða nefndur í sögunum, í Grágás og fornum rimbókum svo að hann hefir verið vel þekktur. Jafnvel í Noregi var hann kunnur og er því sennilega forn en í Snorra-Eddu er hann kallaður Kornskurðarmánuður.

Þó ber að taka fram að ekki er víst að upptalning sú sem í Snorra-Eddu er sé hugsuð sem mánaðarheiti og telja margir að einungis sé þar upptalning veðra sem von gæti væri á og þeirra verka sem sinna þurfti hvort misserið og passar það við að tímabil Tvímánaðar er kornskurðartími.

▶︎ Nánar um Tvímánuð á Íslenska Almanaksvefnum

Date

ágú 24 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55