ᛉ Þorri byrjar

Þorri hefst ætíð á sama vikudegi, föstudegi í 13. viku vetrarmisseris. Samkvæmt núverandi tímatali er það á bilinu 19. til 25. janúar en var 9. til 15. janúar í Gamla stíl fyrir tímatal breytinguna árið 1700. Nefnist fyrsti dagur hanns Bóndadagur en sá síðasti Þorraþræll.

Hann er fjórði mánuður vetrar Íslenska misseristalsins og upphaflega mun upphaf hans hafa miðast við fyrsta nýtt tungl eftir Vetrarsólhvörf og nefndist það Þorratungl. Síðar breyttist það og í dag er það tungl sem er tvem tunglum á undan Páskatungli nefnt Þorratungl.

Mánaðarheitið Þorri kemur fyrir í elsta Íslenska rímhandritinu frá lokum 12. aldar og einnig í Staðarhólsbók Grágásar frá 13. öld og í upptalningu mánaðanna í Snorra Eddu.

Margir gömlu mánaðanna í Íslenska misseristalinu báru mismunandi nöfn eftir heimildum en Þorri hélt alltaf nafni sínu í þeim öllum. Svipað mánaðarheiti þekkist á öðrum Norðurlöndum en þá sem nafn á janúar og jafnvel mars.

▶︎ Nánar um Þorra á Íslenska Almanaksvefnum

Date

jan 22 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55