ᛉ Þorraþræll

Síðasti dagur Þorra nefndist Þorraþræll og til eru nokkrar heimildir þess að hann hafi verið tileinkaður piparsveinum og þeim mönnum sem getið höfðu börn utan hjónabands.

Líku er með farið með Góuþræl síðasta dag Góu en hann var stundum tileinkaður ógiftum mæðrum eða piparmeyjum.

Í dag þekkja þó flestir nafnið Þorraþræll sem heiti ljóðsins sem hefst, „Nú er frost á Fróni“ eftir Kristján Jónsson fjallaskáld sem er með vinsælli Íslenskum sönglögum og sungið við óþekkt þjóðlag.

▶︎ Nánar um Þorraþræl á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Góuþræl á Íslenska Almanaksvefnum

Date

feb 20 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55