ᛉ Skerpla byrjar
Skerpla er annar mánuður sumarmisseris Íslenska misseristalsins sem hefst með Hörpu.
Hann hefst ætíð á laugardegi í 5. viku sumarmisseris sem getur fallið á 19. til 25. maí.
Ekki er vitað um uppruna nafnsins en í Snorra-Eddu er þessi tími ársins kallaður Eggtíð og Stekktíð.
Ólíklegt verður þó að teljast að þau heiti hafi verið eiginleg mánaðanöfn þar sem nafngiftir mánuðina í Snorra-Eddu eru almennt vísanir í hvaða tíð var í hringrás ársins eins og þau verk sem tengdust viðkomandi tíma eða hverra veðra væri von. Er almennt í dag talið að flest þessi heiti hafi verið hugsuð sem slík upptalning tíða í misseristalinu en ekki eiginleg mánaðanöfn þótt nokkur þeirra séu þau sömu og finnast í öðrum handritum.
Enda er þessi tími ársins varptími flestra fugla með tilheyrandi eggjatínslu til matar sem og sá tími á vorin þegar ær voru reknar í stekk til mjalta. Því eru nöfnin Eggtíð og Stekktíð lýsandi frekar en eiginleg mánaðanöfn.
Vísar sem dæmi nafn Jólasveinsins Stekkjarstaurs til þessara mjalta en hann er sagður leggjast á fé og sjúga úr þeim mjólkina.
Það skilur eftir nafnið Skerpla sem ekki hefur fundist viðhlítandi skýring á í Íslensku og gæti verið eitt af hinum upprunalegu fornu mánaðanöfnum misseristalsins og átt rætur að rekja aldir fyrir landnám og óvíst úr hvaða tungumáli það eigi þá uppruna sinn og merkingu. Þó virðast nöfnin Eggtíð og Stekktíð hafa verið meira notuð framanaf því ekki finnst nafnið Skerpla í Íslenskum handritum fyrr en á 17. öld.
▶︎ Nánar um Skerplu á Íslenska Almanaksvefnum