ᛉ Heyannir byrja

Heyannir er fjórði mánuður sumarmisseris Íslenska misseristalsins. Upphaf hans markar mitt sumar því samkvæmt og þessvegna hefur hann sjálfur oft verið nefndur Miðsumar og eru dæmi þess að finna í fornum ritum.

Hann hefst ætíð á sunnudegi í 14. viku sumars á eftir Aukanóttum á tímabilinu 23. til 30. júlí nema þau ár sem Sumarauki er þá viku seinna eða þeirri 15.

Aukanætur hefjast með miðvikudegi í 13. viku sumars á bilinu 18. til 24. júlí. Þær eru fjórir dagar sem skotið er inn í sumarmisserið á eftir Sólmánuði til að fá samræmi milli mánaðatalsins og viknatalsins í árinu en vetrarmisserið er talið í mánuðum á meðan sumarmisserið í vikum.

▶︎ Nánar um Heyannir á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Aukanætur á Íslenska Almanaksvefnum

Date

júl 25 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55