ᛉ Haustmánuður byrjar

Haustmánuður er sjötti og síðasti mánuður sumarmisseris Íslenska misseristalsins. Í Snorra Eddu er hann nefndur Garðlagsmánuður og í rímtali Arngríms Jónssonar lærða og Guðbrands Þorlákssonar biskups Aðdráttamánuður.

Haustmánuður hefst alltaf á fimmtudegi í 23. viku sumars á bilinu 21. til 27. september en getur lent í 24. viku ef Sumarauki er. Undantekningin frá þessu er á rímspillisárum en þá getur hann hafist 28. september.

Hefst hann á Haustjafndægrum sem geta lent á tímabilinu 21. til 24. september. Hvort muni degi eða dögum að fyrsti dagur Haustmánaðar sé nákvæmlega á Haustjafndægri eða ekki markast af því að upphaf hans er bundið ákveðnum vikudegi en Haustjafndægur ekki.

▶︎ Nánar um Haustmánuð á Íslenska Almanaksvefnum

Date

sep 23 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55