ᛉ Harpa byrjar

Harpa er fyrsti sumarmánuður Íslenska misseristalinu og markar því upphaf sumarmisserisins en misseristalið skiptist í tvö misseri vetrar- og sumarmisseri sem saman samsvara einu ári í núverandi tímatali okkar.

Hún hefst ætíð á fimmtudegi þeim fyrsta eftir 18. apríl á tímabilinu frá 19.-25. apríl. Þar sem Harpa kemur á eftir Einmánuði síðasta mánuði vetrarmisserisins og því síðasti dagur hans Síðasti vetrardagur er fyrsti dagur Hörpu haldinn hátíðlegur sem Sumardagurinn fyrsti.

Af þeim hátíðisdögum misseristalsins sem haldið er upp á er Sumardagurinn fyrsti líklega sá sem mesta tilstand er við haft og sumri fagnað með með ýmsum hætti og sýnir það hug Íslendinga til upphafs Hörpu að hann er Opinber frídagur.

Eins er fyrsti dagur Hörpu nefndur Yngismeyjardagur og þeim helgaður. Líku er farið með fyrsta dag Einmánaðar að hann er helgaður sveinum og ýmist nefndur Yngismannadagur eða Yngissveinadagur.

▶︎ Nánar um Hörpu á Íslenska Almanaksvefnum

Date

apr 22 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55