ᛉ Góuþræll

Góuþræll er síðasti dagur í Góu og ber alltaf upp á mánudag. Heimildir eru til um að hann hafi stundum verið tileinkaður ógiftum mæðrum eða piparmeyjum sem er nokkurnvegin öfugt við þá mynd af húsmóðurinni sem dregin er upp í Konudeginum fyrsta degi Góu.

Líku var farið með Þorraþræl síðasti dag Þorra að hann var oft tileinkaður piparsveinum og þeim mönnum sem getið höfðu börn utan hjónabands.

Ætíð hafa menn haft illan bifur á Góuþræl, því hann þótti einn versti óhappadagur ársins. Eru til margar sögur af aftakaveðrum og mannskaða þennan dag.

▶︎ Nánar um Góuþræl á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Þorraþræl á Íslenska Almanaksvefnum

Date

mar 22 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55