ᛉ Gormánuður byrjar

Gormánuður er fyrsti mánuður vetrarmisseris Íslenska misseristalsinn og hefst ætíð fyrsta laugardag að lokinni síðust viku sumarmisseris, þeirrar 26. eða 27. viku sumars sé um Sumarauka að ræða á tímabilinu  21. til 27. október nema í rímspillisárum þá 28. október.

Nafn sitt dregur hann af sláturtíðinni sem þá er að ljúka og var til forna haldin mikið þriggja daga blót og veisla með tilheirandi glænýjum matföngum um Veturnætur tvo dagana á undan sem náði svo hámarki laugardaginn er Gormánuður gekk í garð Fyrsta vetrardag og vetrarmisserið hófst líkt og haldið er upp á upphaf sumarmisseris fyrsta dag Hörpu Sumardaginn fyrsta.

Í rímtali Arngríms Jónssonar lærða og Guðbrands Þorlákssonar biskups er Gormánuður kallaður Slátrunarmánuður.

Þó er með það nafn líkt og er með flest mánaðanöfnin í Snorra-Eddu ekki um eiginlegt mánaðanafn að ræða heldur lýsing á hvaða verk voru helst unnin í viðkomandi tíð eins og Snorri kallar það eða veðra að vænta.

Vetrarmisseri hefst að aflokinni sláturtíð og því eðlilegt að kalla þá tíð Slátrunarmánuð og eins er síðasti dagur sláturtíðarinnar kallaður Sviðamessa.

▶︎ Nánar um Gormánuð á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Fyrsta vetrardag á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Veturnætur á Íslenska Almanaksvefnum

Date

okt 23 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55