ᛉ Góa byrjar

Góa er fimmti mánuður vetrarmisseris Íslenska misseristalsins og hefst á sunnudegi í átjándu viku vetrar milli 18. til 24. febrúar.

Konudagurinn er fyrsti dagur Góu og er dagur húsfreyja líkt og Bóndadagurinn fyrsti dagur Þorra er dagur húsbænda. Heitið er kunnugt frá miðri 19. öld og er nú útbreitt.

Sá siður að eiginmenn gefi konum sínum blóm á Konudaginn hófst á sjötta áratug 20. aldar að undirlagi blómasala.

▶︎ Nánar um Góu á Íslenska Almanaksvefnum

Date

feb 21 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55