ᛉ Einmánuður byrjar

Einmánuður er sjötti og síðasti vetrarmánuður Íslenska misseristalsins. Hann hefst á þriðjudegi í 22. viku vetrar eða 20. til 26. mars. Elstu heimildir um Einmánuð eru úr Bókarbót frá 12. öld og Skáldskaparmálum Snorra Eddu frá 13. öld.

Hann ásamt Gormánuði, Þorra og Góu eru einu mánaðarnöfnin í misseristalinu sem koma fyrir í fleiri en einni heimild.

Líklegast er er talið að nafnið sé dregið af því að hann er síðasti mánuður vetrar líkt og orðið eindagi sem þýðir síðasti dagur.

▶︎ Nánar um Einmánuð á Íslenska Almanaksvefnum

Date

mar 23 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55