Saga-Sindra

Í byrjun desember veitti sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar verðlaun til þeirra sem rithöfunda sem rita efni „sem lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum” eins og kemur fram á vef Stjórnarráðs Íslands.

Skemmst er frá því að segja að Arnþór Gunnarsson fékk þriðju verðlaun fyrir bókina Félag unga fólksins – Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934 – 1966.

Arnþór segir sjálfur frá því að hann hafi ekki átt von á þessum verðlaunum þar sem efnið, saga Sindra, er frekar sértækt og spannar ekki beinlínis sögu Íslands á breiðum grunni. Þrátt fyrir það er þetta mikil og góð viðurkenning fyrir Arnþór enda er bókin afar vel skrifuð og aðgengileg í lestri. 

Í ritdómi sem birtist í Sögu – Tímariti sögufélags segir meðal annars um Félag unga fólksins: 

arnthor.gunnarsson
Arnþór Gunnarsson

Umf. Sindri óskar Arnþóri til hamingju með verðlaunin og megi þau hafa góð áhrif á ritun áframhaldandi sögu Sindra en tilkynnt var á 90 ára afmælishátíð félagsins 1. desember sl. að Arnþór hafi tekið að sér það verk. 

Hægt er að kaupa eintak bókarinnar meðal annars í Heklu félagshúsi Sindra að Hafnarbraut 15.