Vaxandi notkun á allskyns miðlum á internetinu gerir það að verkum að dreifing á efni verður auðveldara. Öll þekkjum við vefsíðuna YouTube þar sem myndböndum er dreift og deilt í milljóna vís. Nú er Sindri komin með sína eigin rás á YouTube, sem hefur verið kallað Sindra sjónvarp, og hefur þegar deilt nokkrum myndböndum. Hér fyrir neðan má smella á myndina til að komast á rásina.

Hægt er að smella á myndina til að komast beint á Sindrasjónvarpið á YouTube

Fyrsta myndbandið sem sett var á síðuna var nýja Sindralagið, Fögnum, sigrum en síðan hefur verið bætt við hátíðardagskránni frá 90 ára afmæli Sindra, sem og mynda- og textasýningum sem var einnig sýnt á afmælishátíðinni. Hægt er að skoða þessar sýningar hér fyrir neðan.