Fögnum, sigrum
Nýtt Sindralag var frumflutt á afmælishátíðinni 1. desember síðastliðinn.
En öll þekkjum við og könnumst við lagið hans Alberts, Við erum í liði Sindra. Lag sem er sígilt og við getum alltaf sungið. Afmælisnefnd Sindra vildi ekki setja nýtt lag til höfuð því lagi heldur aðeins að bæta í flóruna. Lag sem bætir við og í stemminguna og ætti við allar deildir félagsins. Við horfðum því til Hornfirskra listamanna og nafn á ungum dreng kom upp og tók hann vel í þetta verkefni. Hann samdi lagið og fékk aðstoð frá öðrum Hornfirðingi til að semja textann. Þetta eru þau Axel Elí Friðriksson, eða Seli eins og hann kallast í tónlistarbransanum, og Hafdís Hauksdóttir. Niðurstaðan eftir þeirra bræðing var lagið Fögnum, sigrum, og megi það lifa með okkur líkt og lag Alberts, og hjálpa okkur að ná upp gleði og stemmingu á íþróttaviðburðum þar sem Sindri tekur þátt.
Lagið er nú komið inn á YouTube og er stefnt að því að það muni koma út á helstu tónlistarstreymisveitum fyrir jól.
Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Fögnum, sigrum ásamt því að sá brot úr íþróttasögu Sindra.