Stundatafla vetrarins 2024-2025 er tilbúin fyrir allar deildir og má sjá hana hér. Við vinnslu töflunar var reynt að koma í veg fyrir skörun eða að lámarka hana á æfingum milli deilda. Engin skörun á sér stað í 1-2.bekk en lámarks skörun á 3-4.bekk. Ástæðan fyrir því er að skipta þarf upp hópum vegna plássleysis í fimleikum sem hefur þau áhrif að huga þarf að fleiri tímasetningum. Þá var einnig reynt að lámarka skörun á eldri stigum en vegna fljöbreytt framboðs og mikillar aukningar á iðkun hjá deildum var það ógerlegt. VIð bendum þó á að alltaf er hægt að hafa samband ef iðkandi vill stunda fleiri en eina íþrótt og þá er hægt að aðlaga gjöld og þjálfarar vinna saman til að stjórna álagi iðkandans á milli greina.
Vegna plássleysis þurfti að skera niður tíma í almennri lýðheilsu og er það vona okkar að bætt aðstaða sé í sjónmáli!
Áfram Sindri!