Saga Ungmennafélagins Sindra

  • Post category:Fréttir

Sindraskrá 1993

Ágætu Horfirðingar, nær og fjær

Til stendur að skrifa sögu Ungmennafélagsins Sindra og gefa hana út í veglegu bindi á næstu misserum og hefur Arnþór Gunnarsson verið fenginn til að stýra verkefninu.

Ungmennafélagið Sindri er því að safna myndum og sögum af félaginu og Sindrafólki í gegnum tíðina og jafnvel hlutum sem tengjast sögu Sindra til skráningar, eða varðveislu.

 

Því óskar ritnefnd „Sögu Sindra“ eftir því að fólk taki saman það sem það telur að eigi heima í bókinni og skrifi það niður hjá sér, eða jafnvel óski eftir að koma í viðtal ef það man eftir sögulegum viðburðum hjá félaginu.

Hægt er að koma efninu til skila í Heklu Félagsheimili Sindra, að Hafnarbraut 15, eða með tölvupósti á netfangið sindri@umfsindri.is

 

Með von um öflug og jákvæð viðbrögð

Ritnefnd Sögu Sindra