Sóttvarnaryfirvöld hafa tilkynnt hertar takmarkanir vegna Covid 19, þar sem hefðbundið íþróttastarf fellur niður frá 31. Október til 17. Nóvember nk.
Þessar takmarkanir eiga við um allt land og því munu ekki vera hefðbundnar æfingar hjá Sindra á þessum tíma.
Þjálfarar hjá Sindra munu senda æfingar til sinna hópa og hvetja börnin til að halda áfram að hreyfa sig og æfa íþróttir heimavið og úti eins og veður leyfir, eins og við gerðum í vor.
Við hvetjum alla til þess að hreyfa sig og úthlaup eru heimil og því getur þetta verið gæðastund með fjölskyldunni að fara út í göngutúr, hjólatúr eða hlaupa saman.
Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldustundir eru besta forvörnin og keppnir og leikir með foreldrum eru gæðastundir fyrir börnin.
Síðan viljum við minna á að Körfuboltadeildin er að bjóða flottar Sindra grímur til að vera með þar sem það er víða komin grímuskylda.
Hægt er að panta grímur með því að senda tölvupóst á karfa (hjá) umfsindri.is